Silfurtorg framtíðarinnar

Ég fékk einn af mínum eftirlætis myndlistarmönnum og góðkunningja Jóhann Ludwig Torfason til þess að hanna kápuna á Heimsku, sem kemur formlega út laugardaginn 17. október en mun líklega ekki fást í útnárabyggðum (les: RVK) fyrren þriðjudaginn eftir. Ég bað hann einfaldlega að framtíða fyrir mig Ísafjörð – sendi á hann nokkrar myndir úr framtíðinni til innblásturs – og þessi dásemd varð niðurstaðan.


Kunnugir þekkja þarna auðvitað Silfurtorg á Ísafirði.


Á myndinni má sjá húsið sem enn er merkt Björnsbúð (en hýsir nú Bæjarins besta – þegar ég vann þar var blaðið annars staðar), fataverslunina JOV, Sjóvá, Gamla bakaríið, Klæðakot (sem er í helmingseigu systur minnar) og Hótel Ísafjörð (sem var líka á þessum stað þegar ég var næturvörður – en verður fleiri hæðir í framtíðinni). Sjónarhorn myndarinnar er eiginlega úr Bókhlöðunni/Eymundsson.

Ég lét svo gera fyrir mig plaköt af bæði kápunni og myndinni af torginu einni og sér – fyrir skrifstofuna og útgáfuhófið. Og langar að láta á það reyna hvort Bókhlaðan vill ekki hirða eitt þeirra – enda þetta eiginlega útsýnið út um gluggann þeirra. Og hafa í glugganum til að auglýsa bókina.0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png