Sex: Ósinn verður einsog uppsprettuna dreymir

Þegar ég var beðinn um að skila inn handriti að opnu í tímaritið Ókei Piss var ég búinn að velkjast um með hugmyndina í höfðinu í nokkra mánuði – í sem stystu máli: hvað gerist í eftirlitssamfélaginu þegar rafmagnið fer og enginn sér til manns lengur? Hvað gerir maður? Hugsanlega var ég meira að segja búinn að skrifa eitthvað af setningunum hér að neðan, sem Sigurlaug Gísladóttir teiknaði myndir við, en ég var ekki búinn að ákveða að þetta yrði skáldsaga.

Þessi texti var svo lítið breyttur í fyrstu fimm handritunum – svona hófst bókin, aftur og aftur – nema að fljótlega skipti Dagný um nafn og varð að Lenítu Talbot og „borgin“ varð að Ísafirði (sem í einu handriti var að vísu mjög stór, en minnkaði samt ár frá ári).

Ég henti þessu upphafi þegar ég byrjaði á síðasta handritinu. Leníta fékk sér nýja og betri vinnu, eignaðist tvíburasystur og sagan varð að mörgu leyti hversdagslegri dystópía en hún var þarna í Ókei Piss. Nú ætlaði ég að skrifa eitthvað um að það væri minni móðursýki í lokaútgáfunni, en það er víst ekki satt. Uppspretta móðursýkinnar er hins vegar önnur. Ég hætti líka eiginlega alveg að útskýra heiminn og leyfði honum (mestmegnis) að útskýra sig sjálfur.

Sagan birtist svona í Ókei Piss – og birtist hér aftur að fengnu leyfi frá Sigurlaugu (sem er einnig þekkt sem hinn stórgóði músíkant, Mr. Silla).
0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png