„Mjór er sá vegur sem liggur til lífsins“


Brúin yfir Tangagötuna.

Í síðustu viku rann það upp fyrir mér að frá því Brúin yfir Tangagötuna kom út hefur verið flutt út úr bæði húsinu á móti og húsinu norðanmegin og nú er nágranninn fyrir aftan okkur að flytja líka. Ég veit ekki hvað ég á að lesa í það. Nágranninn sunnanmegin flutti líka á tímabilinu en þar kom strax maður í manns stað. Mér skilst líka að nágranninn norðanmegin komi aftur í vor og að það verði flutt í húsið fyrir aftan okkur strax og núverandi nágranni flytur út. Beggi á móti hafði svo sennilega ekkert val – hann var kominn á aldur.


Við þetta má svo bæta að einu nágrannanarnir sem ég veit fyrir víst að hafi lesið bókina, Tinna og Gylfi, eru líka einu svona „næstu“ nágrannarnir (þar sem maður sér inn – ukuleleið á stofuveggnum þeirra blasir við og einsog speglar ukuleleið á stofuveggnum okkar) sem hafa ekki flutt neitt.


Annar nágranni minn – einu húsi fjær sunnanmegin, maður sem ég vann með í rækjunni – stoppaði mig á dögunum í óveðri og hrópaði í gegnum rokið:


„VEISTU HVERNIG HÁRIÐ Á ANDRÉSI ÖND ER Á LITINN?“


Ég stoppaði og verandi andlaus™ eftir jólavertíðina spurði ég hvort það væri ekki hvítt?


„NEI HANN ER DUCKHÆRÐUR!“ hrópaði þá nágranninn.

15 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png