Menningarframtíðin

Ég las ekkert í gærkvöldi. Lá bara í rúminu í þessu fáránlega lúxus-atelier og glápti á Bojack Horseman og ofurhetjuþætti á Netflix. Fram eftir öllu. Tók mér að vísu tveggja tíma pásu til að skæpa við Hauk Má, sem er alltof sjaldgæft.

Síðan svaf ég. Og vaknaði. Skæpaði við Nödju og börnin – það er feðradagurinn, sem er stærra og meira mál í Svíþjóð en á Íslandi, hér eru blöðin full af einhverjum vangaveltum um hvað „kúltúrpabbinn“ vilji í feðradagsgjöf. Og svo framvegis. Happaþrenna fyrir pabba. Prinsessuterta fyrir pabba. En pabbi er í Svíþjóð og svíarnir hans eru á Íslandi. Svo við skæpuðum á meðan ég borðaði morgunmat (egg og brauð með kæfu) og þar til Nadja þurfti að drífa sig út á kajak og ég fór út að hlaupa í Skärhamn. Ég át kjúklingalegg í hádegismat og stökk svo upp í rútu til Stenungsund, síðan frá Stenungssund til Gautaborgar og frá Gautaborg til Landvetter-flugvallar, þar sem ég sit aftur á Joe & the Juice (þetta er að verða dýrkeyptur ósiður, þessir sjeikar).

Á morgun les ég upp úr Heimsku í Odda. Ætla síðan að hitta mann til að ræða menningarumfjöllun. Og hugsanlega reyna að ná á konu sem vill ræða við mig um bíó og Heimsku og framtíðina.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png