Lagið um Frankensleiki

Í nótt kom fyrsti jólasveinninn til byggða – sem samkvæmt kanónu Frankensleikis er þá fóturinn á Stekkjarstaur (með líkamshluta bræðra sinna saumaða við sig). Hafði uppvakningurinn með sér tónsmíð þá er hlýða má á með því að smella á spilunarhnappinn hér að neðan. Lagið er væntanlegt á allar helstu tónlistarveitur sem og á öldur ljósvakans.
Lag, texti og hljóðfæraleikur: Eiríkur Örn Norðdahl
Nema gítarsóló: Frankensleikir
Mastering: Orri Harðarson
FRANKENSLEIKIR
Á himni grær
jólasnjór
fellur tær
á frosna jörð.
Rauður skór
í glugga býr
von er á
jóladrauginum.
Í kaldri gröf
hvílir karl
bíður eftir
kvöldinu
er skríða fær
úr kistunni
og fylla alla skó
af gulli og gersemum.
Frankenslei-ei-ei-eikir (já það er ég)
Frankenslei-ei-ei-eikir (enginn venjulegur jólasveinn)
Frankenslei-ei-ei-eikir (á leið til byggða)
Kemur í kvöld (gleðileg jól)
Heima í bæ
byltir sér
stúlka kær
á sænginni.
Andvaka
og óróleg
bíður eftir
jólagrafargestinum.
Upp úr moldinni
teygir sig
rotin hönd
og alblóðug
saumað hold
sárum prýtt.
Nú runnið er
upp jólakvöld.
Frankenslei-ei-ei-eikir (já hvað heldur þú?)
Frankenslei-ei-ei-eikir (halló bátar halló skip)
Frankenslei-ei-ei-eikir (nú kemur karlinn)
Kemur í kvöld!
Frankenslei-ei-ei-eikir (hver annar?)
Frankenslei-ei-ei-eikir (jólajólajólajóla)
Frankenslei-ei-ei-eikir (guð, hvað ég hlakka til)
Kemur í kvöld
Óhugnaður, horbjóður
uppvakinn og algóður
Gjafmildur og hugljúfur
er hann afturgenginn
eða kannski æðisgenginn
Frankenslei-ei-ei-eikir (jólin bara á næsta leiti)
Frankenslei-ei-ei-eikir (eitthvað í alla skó)
Frankenslei-ei-ei-eikir (bæði hægri og vinstri!)
Kemur í kvöld
Frankenslei-ei-ei-eikir (má ég taka gítarsóló)
F rankenslei-ei-ei-eikir
Frankenslei-ei-ei-eikir
Kemur í kvöld
Frankenslei-ei-ei-eikir (langbesta þjónustan)
F rankenslei-ei-ei-eikir (þrettán daga í röð)
Frankenslei-ei-ei-eikir (allt fyrir börnin )
Kemur í kvöld (gleðileg jól)