top of page

Innidagsmorgunn


Er ekki sagt að einungis andlaust fólk tali um veðrið? Nóg er reyndar af veðurlýsingum í helstu heimsbókmenntum – en þetta er líka samræðuhækja.


Nú eru allir að tala um veðrið en veðrið er eiginlega ekki hér. Síðasta haust og fyrripart vetrar gerðist það ítrekað að það herjuðu einhverjar lægðir á landið sem náðu aldrei almennilega vestur. Því eigum við ekki að venjast – ég held hreinlega að sjálfsmynd okkar byggist að töluverðu leyti á því að hér sé veðrið jafnan verst. Og nú er þessi vetur að hefjast með sama takti og sá síðasti. Þá fengum við reyndar ósköpin yfir okkur seinnipart vetrar – storm ofan í storm ofan í storm ofaní bandvitlausa blindhríð.


Ekki að veðrið sé neitt spes – ég hef sjálfur haldið innidaginn heilagan þótt aðrir heimilismenn, sem minna mark taka á veðurspá gærdagsins, hafi verið úti á þvælingi.

natturulogmalin.jpg

Fáðu tilkynningu þegar
bloggið er uppfært:

bottom of page