Gítarblogg – færsla 11


Guitar from start to finish.

A post shared by Eiríkur Örn (@eirikurorn) on Mar 11, 2019 at 6:26am PDT

Hér að ofan eru nokkrar myndir af Endemi – úr ferlinu//www.instagram.com/embed.js Það gleður mig að tilkynna að eftir viku spilun er undan fáu að kvarta. Hann helst betur í stillingu en hann gerði í upphafi (og var aldrei nein skelfing) og þarf lítið að fikta í honum jafnvel þó maður noti stöngina til að hífa stakar nótur upp um heiltón – ég hef ekki tekið margar dýfur og engar bombur og sennilega myndi það setja hann af sporinu en bigsby-ið er heldur ekki gert fyrir eitthvert Van Halen spilerí. En hann dugar vel í hömlulítið rockabilly.

Spekkarnir eru þessir:

Búkur: Mahoní með hlyntopp Háls: Warmoth – wenge með pau ferro fingraborði Pikköppar: Seth Lover humbökkerar. Túnerar: Grover með lásum. Þyngd: 5,1 kg. Sveif: Bigsby B50 (ég er að bíða eftir s.k. stabiliser, sem hækkar stöngina – nú eru allir strengirnir þræddir yfir hana nema e-strengurinn) Brú: Hjólabrú (roller bridge) Skali: 628 mm Strengir: 10-48 Ernie Ball

Þegar ég tek hann í slipp næst, sem verður ábyggilega fljótlega, þá ætla ég að gera eitt og annað smálegt. Snúran undir outputinu er of löng, hana þarf að stytta og ég þarf að þrengja jack-tengið svo gítarsnúran sitji betur í.

Brúarpikköppinn situr dálítið vitlaust. Ég þarf að taka hann úr og fara með meitil neðan við hann og færa hann 2 mm nær klórplötunni.

Setja nýjar torx skrúfur í pikköppana – stjörnuskrúfurnar eyðileggjast strax. Óskiljanlegt að nokkur velji stjörnuskrúfur yfir torx-skrúfur (nema fyrir lúkkið, en þessar eru svo litlar).

Setja stabiliserinn í svo ég geti haft allan strengina undir bigsby-bilstönginni. Ef þeir fara undir núna helst hann ekki jafn vel í stillingu og ef þeir eru yfir, einsog þeir eru, geta þeir hrokkið upp úr söðlunum ef ég djöflast á honum (eiginlega samt bara ef ég er að snapp-toga í þá).

Hér er svo, einsog lofað hafði verið, tóndæmi. Ég biðst velvirðingar á söngnum, einsog venjulega. Sem betur fer heyrist illa í honum. Og ykkur að segja fannst mér erfiðast að muna textann (ég er með eitthvað Ragga Bjarna heilkenni). Ég dútlaði þetta alveg upp í 11 mínútur en klippti halann niður svo þetta endaði í rúmum 5.

Spilað er í Orange Rocker 15 Combo – hreinu rásina. Kveikt á TC Electronics Hall of Fame Reverb Mini (með spring reverb toneprinti) og EP Booster. Stillt á báða pikköppa – nema þarna þegar ég er að dútla þá skipti ég eitthvað fram og til baka. Tekið upp á iPhone – sennilega er sándið betra í raunveruleikanum!

Hugsanlega tek ég svo upp eitthvað skítugra næst.


1 view0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png