top of page

Frankensleikir tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna


Frankensleikir var í gær tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka. Ég átti sjálfur ekki heimangengt en Elías Rúni fór og tók á móti tilnefningunni fyrir okkar hönd. Við börnin skáluðum fyrir þessu hér heima og svo fórum við Nadja út og fengum okkur jólasmurbrauð á Edinborgarhúsinu.


Það þarf varla að taka það fram hvað þetta er mikill heiður og ánægja. Ég er byrjandi í barnabókum – það er að mörgu leyti allt önnur list en að skemmta fullorðnum – og er einhvern veginn líka mjög langt frá skarkala jólabókaflóðsins að þessu sinni. Og það er því talsverð hughreysting að þessu sé svona vel tekið – og maður sé alltíeinu í félagsskap við jafn öfluga barnabókahöfunda og raun ber vitni, en auk okkar Elíasar voru tilnefndar þær Sigrún Eldjárn, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Arndís Þórarinsdóttir og Elísabet Thoroddsen.


Umsögn dómnefndar var svohljóðandi:


Áhugaverð og nýstárleg saga sem sýnir jólasveinana í nýju og óvæntu ljósi. Persónusköpunin er forvitnileg en við sögu koma uppátækjasamir krakkar, kassalaga foreldrar og niðurbútaðir jólasveinar. Í verkinu fléttast listavel saman kímni, fantasía og hrollvekja þannig að úr verður frásögn sem er allt í senn fyndin, óhugnanleg og grípandi.


En dómnefndina skipuðu Guðrún Steinþórsdóttir, formaður dómnefndar, Gunnar Björn Melsted og Helga Ósk Hreinsdóttir.

124 views0 comments

Recent Posts

See All

Fáðu tilkynningu þegar
bloggið er uppfært:

bottom of page