Eitt: Ritað undir*

Fyrir tveimur árum skrifaði ég stutta sögu fyrir Ókeipiss – sem Sigurlaug Gísladóttir, a.k.a. Mr. Silla myndskreytti. Það voru engar reglur, sem ég man, nema að textinn mætti ekki vera hluti af stærra verki. Átta uppköstum síðar er ég kominn með útgáfusamning fyrir stutta skáldsögu (og ekkert eftir af textanum úr Ókeipiss nema fnykurinn).

Gæska fjallaði um samtímann (sinn), Illska fjallaði um fortíðina og nú er bara framtíðin eftir, áður en ég sný mér að öðru, ótíðum, illtíðum, aftíðum. Heimska – sem er einhvers konar dystópía um kynlíf, bókmenntir og eftirlit, og gerist á Ísafirði – kemur sem sagt út snemma í haust hjá Forlaginu – samtímis í kilju, á rafbók og hljóðbók.

Nú er eiginlega ekkert eftir nema að eyða fyrirframgreiðslunni í vitleysu. Eða skuldir vegna vitleysu sem ég hef þegar fjárfest í.* Eiginlega undirritaði ég ekki neitt. Ég er í Víetnam og sendi bara tölvupóst með orðinu „samþykkt“ á verkefnisstjórann.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png