Blúsbloggið: Árslisti, færsla 3 af 3

Updated: Jan 26

Jæja. Efstu fimm sætin.


5. GA-20 – Try it ... You Might Like It: GA-20 Does Hound Dog Taylor


GA-20 er þriggjamanna Chicagoblúsband frá Boston sem nefnt er eftir frægum magnara frá Gibson. Þeir gáfu út sína fyrstu breiðskífu, Lonely Soul, fyrir tveimur árum og fylgja henni eftir með þessari – þar sem þeir leika einvörðungu lög af fyrstu tveimur breiðskífum Hound Dogs Taylor í tilefni af 50 ára afmæli fyrstu (og goðsagnakenndri) breiðskífu Hound Dogs, Hound Dog Taylor and the House Rockers. Það var sömuleiðis fyrsta breiðskífa Alligator Records – sem Bruce Iglauer bókstaflega stofnaði til þess að gefa út Hound Dog, þegar Delmark, þar sem hann vann, neitaði honum um gefa hann út þar. Hound Dog er í miklu uppáhaldi hjá mér – hrár og skrítinn og pönkaður – og ég hafði aðeins heyrt til GA-20 áður og þeir gera fara fjarska vel með efnið (þótt þeir kannski sýni því fullmikla virðingu).


4. William the Conqueror – Maverick Thinker


William the Conqueror er svolítið einsog ef John Fogerty og David Byrne myndu stofna blúsband í anda JJ Cale. Það svínvirkar. Skoskt tríó – frontmaðurinn Ruarri Joseph átti talsverðan feril áður en hann stofnaði þetta band.

3. Cedric Burnside – I Be Trying


Cedric er dóttursonur R.L. Burnside – sem Linda Burnside eignaðist með trommara pabba síns. Cedric var svo sjálfur farinn að spila í bandinu þrettán ára gamall (1991 – hann er jafn gamall mér, altso í það allra yngsta fyrir blúsmann). Geggjuð plata.

2. Delgrés – 4.00 AM


Ég lenti óvart á Delgrés-tónleikum á 100-club í London fyrir nokkrum árum – þegar ég missti af miðum á Ry Cooder fyrir vítavert gáleysi. En ef það hefði ekki verið fyrir þetta vítaverða gáleysi hefði ég kannski aldrei kynnst tónlist Delgrés og ekki orðið mér til skammar í tveggja tíma danstransi á þessum virðulega blúsklúbb.


Þetta er tríó (þriðja tríóið á topp fimm) sem gerir út frá París en frontmaðurinn, Pascal Danaë, er frá Guadalupe og syngur (mest) á kreólafrönsku. Fyrsta platan þeirra, Mo Jodi (Mourir aujourd'hui – að deyja í dag) er í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér. Þessi er ívið rólegri og ég myndi sennilega ekki svitna jafn hressilega þótt ég dansaði hana á enda – en þó eru þarna nokkur sem setjast beint í dillandina í mér.

1. Sunny War – Simple Syrup


Sunny War er er einsog ... ef Elizabeth Cotten hefði eignast barn með Jimi Hendrix og það barn hefði gengið í tónlistarskóla Jeffs Buckley. Ég heyrði í henni í The BBC Blues Show einhvern tíma síðasta vor og keypti strax báðar plöturnar hennar. Mama's Milk er hittarinn en Like Nina er lag ársins.


Svona lítur þá listinn út í heild.


11. sæti: Fire it Up – Steve Cropper

10. sæti: Sharecropper's Son – Robert Finley

9. sæti: The Blues Album – Joanna Shaw Taylor

8. sæti: Delta Kream – The Black Keys

7. sæti: Heavy Load Blues með Gov't Mule

6. sæti: Nowhere Sounds Lovely – Cristina Vane

5. sæti: Try it ... You Might Like It: GA-20 Does Hound Dog Taylor – GA-20

4. sæti: Maverick Thinker – William the Conqueror

3. sæti: I Be Trying – Cedric Burnside

2. sæti: 4.00 AM – Delgrés

1. sæti: Simple Syrup – Sunny War


Þrjár sólókonur, þrír sólókarlar – fimm bönd, þar af einn dúett, þrjú tríó og einn kvartett. Ein skosk plata, ein bresk, ein guadalúpísk-frönsk og átta bandarískar. Fjórar koverlagaplötur. Það er minna af bæði deltablús og chicagoblús en í fyrra – meiri köntrí-, folk-, soul- og poppskotið. Ég á fjórar af þessum ellefu á vínyl og ætla að panta a.m.k. 3-4 í viðbót.9 views0 comments

Recent Posts

See All

Það er ekki nema mánuður frá því ég ákvað að skoða blúsárið og gera einhvers konar lista yfir bestu plötur ársins. Einsog allir hinir tónlistarbloggararnir. Það er ekki ósvipað að leita að góðum nýjum

Einlægur Önd_edited.png