top of page

Glöp


Ég gleymi jafn óðum því sem ég ætla að gera. Ég er ekki fyrr búinn að taka stefnuna í einhverja átt – opna vafra, standa á fætur, setjast niður, opna munninn, fara í skó – en ég man ekki lengur hvert ég ætlaði. Ætlaði ég að segja eitthvað? Ætlaði ég að komast að einhverju? Slá einhverju upp? Ætlaði ég að skrifa eitthvað í dagatalið mitt svo ég myndi ekki gleyma því? Hvað? Í nafni guðanna, hvað var það sem ég ætlaði alveg að fara að framkvæma? Gleymdi ég að sækja börnin á leikskólann? (Eru börnin mín ennþá á leikskóla? Ég held ekki. En er það nóg – að ég haldi það? Ég sem man bókstaflega ekkert í meira en sekúndubrot! Mér er ekki treystandi til að muna svona.) Var ég að hugsa eitthvað um HM? Um Reykjavík Noir? Bókamessuna á næstu helgi? Elon Musk – sem var að kalla Trent Reznor grenjuskjóðu? Þakkargjörðarhátíðina? Ætlaði ég að panta jólagjafir? Skrifa tölvupóst? Að segja eitthvað um eitthvað sem ég var að lesa? Var ég að lesa eitthvað? Hvernig varð ég svona ólýsanlega heimskur? Ég var áreiðanlega ekki svona í gær.


natturulogmalin.jpg

Fáðu tilkynningu þegar
bloggið er uppfært:

bottom of page