7. maí – Twitter og Bolaño

Þegar ég var unglingur var Gulli Helga hressasti maðurinn á landinu. Hann var svo hress, þessa 2-3 tíma sem hann var í útvarpinu, að ég var eiginlega handviss um að hann væri þrælkeyrður áfram á kílóum af kókaíni í auglýsingahléunum og svo svæfi hann í súrefnisboxi þessa 22 tíma sem út af stæðu. Í dag er Gulli Helga bara einsog einhver zen-kóngur. Þrælslakur. Og það sló mig alltíeinu að líklega hefði hann samt ekkert róast, það væri bara veröldin sem væri í yfirgír.

Ég hangi svolítið á twitterreikningi Starafugls. Kannski fæ ég þessa tilfinningu þar. Í brandaraflóðinu. Korter á twitter er einsog að éta skál af marsipani í morgunmat. Þá er hysterían á Facebook kannski skárri. Maður verður allur útþembdur. Og það er erfitt að hætta af því að sykur er ávanabindandi. Í gær gengu brandararnir allir út á náungann sem drekkur átta lítra af Pepsi Max á dag og var í viðtali í Fréttatímanum (only in Iceland). Það var eitthvað symbolískt við það.

Ég er að lesa Savage Detectives eftir Roberto Bolano. Hún er mökklöng. Ég er búinn með 1/4 því ég les á hraða fimm ára barns. En hún er skemmtileg/sturluð/nýmóðins. Skýrsla síðar.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png