Þessi færsla má alls ekki heita klósettpappír því það vill enginn lesa meira um klósettpappír

Hér er gjarna til nægur matur til 14 daga og hefur ekki að gera með neinar tilraunir til að lifa af eða einangra sig. Ég er bara svona kall sem vill eiga niðursuðudósir og stórar áfyllanlegar glerkrukkur með hinu og þessu – mamma segir að ég fái það frá Erich afa, sem hafi verið svona líka (en hann var nú að vísu ekki alinn upp í sömu allsnægtum og ég).

En ég fór nú samt að skoða það í vikunni hvað væri ekki til ef við myndum lokast inni (af því yfirvöld hafa mælt með því nýlega – bæði vegna lægða og vírusa) og gerði mér síðan ferð eftir því – þar á meðal voru ljósaperur og rafhlöður, handsápa og töflur í uppþvottavélina. Fæst af því var matur – en ég tók líka tvær dósir af tómötum, bara svona af því það er ágætt að gera það stundum, tvo hveitipoka (þeir fara hratt) og þrjár pakkningar af spagettí. Ég á sem sagt engar æðislegar birgðir af neinu en ég sá til þess að lagerinn væri fullur. Já og svo keypti ég auðvitað klósettpappír. Venjulega kaupi ég bara eina pakkningu en núna keypti ég tvær – ætli það séu ekki þá 24 rúllur. Ég gæti ekki sagt ykkur hvað þetta fer hratt og er ég þó alltaf sá sem kaupir þetta.

Nú keppist fólk við að birta myndir af tómum rekkum – sérstaklega af klósettpappír – og spyr samtímis hvort allir séu orðnir galnir. Ég held einlæglega að þetta sé bara frekar eðlilegt. Ef allir gæta þess að fylla á lagerinn í sömu vikunni og kaupa tvær pakkningar (af hverju sem er) frekar en eina selst sennilega ríflega 100% meira en í venjulegri viku. Og that would do it, ímynda ég mér. Þeir sem eru seinir til sjá svo vini sína pósta myndum af tómum rekkum á Facebook og rjúka samstundis til – það er síðasti séns að kaupa sér klósettpappír! Best að drífa sig og kaupa nóg. Og þá fer salan enn meira upp.

Annars er ég búinn að lesa mér til óbóta um þetta allt saman. Ekki klósettpappír heldur kórónur. Án þess að komast að neinu sérstöku, vel að merkja, ég bíð ekki upp á neitt besserviss – eða, kannski í besta falli nokkur ólík og mótsagnakennd besserviss. Svona lokið skólunum og alls ekki loka þeim og svo er þetta áreiðanlega nú þegar í almennri dreifingu og engin ástæða til að ætla að við þekkjum ekki allar smitleiðir.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png