top of page

„Örugglega ein skemmtilegasta skáldsaga ársins“ ⭐⭐⭐⭐ ½




Náttúrulögmálin fengu fjórar og hálfa stjörnu hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins, Kristjáni Jóhanni Jónssyni, fyrir helgi. Segir hann meðal annars í rýni sinni: „Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Norðdahl er örugglega ein skemmtilegasta íslenska skáldsagan sem kemur út þetta árið. Það get ég staðhæft þó að ég hafi ekki lesið þær allar.“


Í sama blaði voru ýmsir rithöfundar spurðir hvað þeir væru að lesa – eða ætluðu að lesa – og voru nokkrir sem nefndu Náttúrulögmálin. Meistaraskáldið Þórarinn Eldjárn var kominn vel á veg og kallaði bókina „mikla veislu“ hjá „veitulum gestgjafa“. Þá sögðust rithöfundarnir Arndís Þórarinsdóttir og Valur Gunnarsson, mjög spennt – og sá síðarnefndi hélt áfram. „Hvernig var Ísafjörður fyrir 100 árum? Og er Eiríkur Örn enn fremsti höfundur sinnar kynslóðar? Hér er komin bók með svör við hvorutveggja.“

Comentários


natturulogmalin.jpg

Fáðu tilkynningu þegar
bloggið er uppfært:

bottom of page