„Örugglega ein skemmtilegasta skáldsaga ársins“ ⭐⭐⭐⭐ ½
Náttúrulögmálin fengu fjórar og hálfa stjörnu hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins, Kristjáni Jóhanni Jónssyni, fyrir helgi. Segir hann meðal annars í rýni sinni: „Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Norðdahl er örugglega ein skemmtilegasta íslenska skáldsagan sem kemur út þetta árið. Það get ég staðhæft þó að ég hafi ekki lesið þær allar.“
Í sama blaði voru ýmsir rithöfundar spurðir hvað þeir væru að lesa – eða ætluðu að lesa – og voru nokkrir sem nefndu Náttúrulögmálin. Meistaraskáldið Þórarinn Eldjárn var kominn vel á veg og kallaði bókina „mikla veislu“ hjá „veitulum gestgjafa“. Þá sögðust rithöfundarnir Arndís Þórarinsdóttir og Valur Gunnarsson, mjög spennt – og sá síðarnefndi hélt áfram. „Hvernig var Ísafjörður fyrir 100 árum? Og er Eiríkur Örn enn fremsti höfundur sinnar kynslóðar? Hér er komin bók með svör við hvorutveggja.“
Comments