Árstíðir

1 mánuður og 17 dagar í brottför

Í Västerås haustar mishratt eftir trjám. Sum trén eru gul, önnur rauð, þriðju iðagræn og fjórðu nakin. Ég veit ekki hvaða árstíð er í Víetnam. Regntímabil – er það árstíð? Það er líka blautt hérna.

Í dag fékk ég bréf frá David í Danang. Hann er breskur myndlistarmaður og mælir með Hoi An og Dalat. Kærastan hans er í Hanoi, sem er víst spennandi en algert kaos. Hann segir að maður þurfi ekki nauðsynlega að vera búinn að finna sér íbúð þegar maður kemur. Það sé best að taka stöðuna þegar maður er lentur. Leita aðstoðar heimamanna.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png